FRÍ HEIMSENDING ÞEGER KEYPT ER FYRIR 5000.- KR OG ÞAR FYRIR OFAN

FYRSTA BÓK

Frá því að ég man eftir mér hef ég notið þess að skapa. Ég valdi sköpunargleði minni frjóan farveg arkitektsins en frá því að ég lærði að prjóna hefur bandið verið rauði þráðurinn í sköpunargleði minni. Eftirvæntingin við að velja sér verkefni og efnivið, glíman við þrautina þegar prjónauppskrift á prenti er yfirfærð í fast form þráðarins, hugarró þegar mörg hundruð lykkjur taktfast forma flíkina, uppskeran þegar verkefninu er lokið og stoltið þegar flíkin er tekin í notkun eða gefin þeim sem manni er kær. Sjálfbærni.

Þetta er grunnurinn að einrúm hönnun og bandi. Þetta er farvegurinn sem ég kynntist í uppeldi mínu og lærði að meta. Ég er lánsöm að fá tækifæri til að fleyta þeirri ánægju, gleði og hugarró, sem ég hef notið, yfir til þeirra sem vilja nýta sér efni þessarar bókar.

Í bókinni eru 2 uppskriftir eftir Höllu Ben og 7 uppskriftir erfitr Kristínu Brynju Gunnarsdóttur. Þær eru hannaðar fyrir konur, ein af þeim er fyrir bæði kynin. Uppskriftirnar eru mis auðveldar að prjóna.

Nánar