VALA SVEFN GRÍMA

900  ISK

HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA

Svefn gríman og pokarnir er skemmtilegt, lítið og fljótlegt verkefni sem gaman er að nota sem fallega heimagerða gjöf.

Kaupa uppskriftina á Ravelry

SVEFN GRÍMA: EIN STÆRÐ

Breidd, þversum: 21 cm
Hæð: 9,5 cm
Mál eru eftir þvott.

POKAR FYRIR SVEFN GRÍMU OG EYRNATAPPA

Stærðir: 1 (2)
Breidd: 6,5 (13) cm
Hæð: 7,5 (14) cm
Mál eru eftir þvott.

GARN

einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: Garnnotkun: 50 g fyrir svefn grímu, einn lítinn poka og einn stóran poka eða fyrir tvær svefngrímur

Á MYNDUNUM

Á myndunum er svefn gríman og pokarnir prjónaðir í lit 4202 púður.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

VALA SVEFN GRÍMA

Svefn gríman og pokarnir er skemmtilegt, lítið og fljótlegt verkefni sem gaman er að nota sem fallega heimagerða gjöf.

SVEFNGRÍMA: EIN STÆRÐ

Breidd, þversum: 21 cm
Hæð: 9,5 cm
Mál eru eftir þvott.

POKAR FYRIR SVEFNGRÍMU OG EYRNATAPPA

Stærðir: 1 (2)
Breidd: 6,5 (13) cm
Hæð: 7,5 (14) cm
Mál eru eftir þvott.

GARN

einrúm PURE silki

Garnnotkun: 50 g fyrir svefngrímu, einn lítinn poka og einn stóran poka eða fyrir tvær svefn grímur

Á MYNDUNUM

Á myndunum er svefn gríman og pokarnir prjónaðir í lit 4202 púður.

PRJÓNAR

Sokkaprjónar nr. 2,5 (eða hringprjónn fyrir ”magic loop” tækni) Hringprjónn nr. 2,5 mm (80 cm) fyrir i-cord-kant
Heklunál nr. 3

ANNAÐ

Prjónamerki
U.þ.b 10 x 25 cm vattfylling
U.þ.b 40 cm teygja, 1 cm á breidd

PRJÓNFESTA

Slétt prjón
10 cm = 30 L
10 cm = 40 umf

Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.

AÐFERÐ

Svefngríman er prjónuð í hring. Útaukningar og úrtökur í hliðum forma grímuna sem liggur þversum á andlitið. Framhliðina má prjóna með eða án mynsturs. Meðfram svefngrímunni er prjónaður mjór i-cord kantur. Innlegg fyrir teygju er prjónað sér. Innleggið er prjónað lengra en teygjan svo það krumpist utan um teygjuna. Vatt er sett inn í grímuna og að lokum er innleggið og teygjan saumað fast í hliðar grímunnar.

Pokarnir eru prjónaðir ofanfrá og niður. Fyrst eru innleggin prjónuð hvort fyrir sig fram og tilbaka. Pokinn er prjónaður í hring út frá innleggjunum. Botninum er lokað með því að prjóna hliðarnar saman og fella af á röngunni. Hekluð eru tvö bönd sem eru dregin inn í innleggin frá sitt hvorum endanum svo loka megi pokanum.

VALA SVEFNGRÍMA
  • Svefn gríman er prjónuð í hring
  • Vatt er innaní grímunni.

ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…

  • VATT OG TEYJA FYRIR SVEFN GRÍMU

    870  ISK

  • VALA KJÓLL – GARNPAKKI

    13.200  ISK23.100  ISK

  • VALA TOPPUR

    900  ISK

Vantar þig hjálp?

Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com

Örugg viðskipti

einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu

Styðjið við sjálfbærni

Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.

Title

Go to Top