einrúm – RENDUR

Höfundur: Björg Pjetursdóttir
Í bókinni eru 8 einfaldar og auðveldar prjónauppskriftir fyrir börn á aldrinum 1 til 12 ára eftir hönnuðinn Björgu Pjetursdóttur.

Björg útfærði hönnun sína fyrir einrúm bandið. Aðlagaði uppskriftirnar sem gerðar voru fyrir þræði úr ýmsum áttum þannig að einrúm bandið sé þeirra rauði þráður. Þræðirnir sem verða fletir, sem verða flík. Hún bað dóttur sína að lita litla teikningu, leika sér. Hún yfirfærði teikninguna í peysu, hennar eigin einstöku peysu. Björg hefur útfært uppskriftirnar með það fyrir augum að sköpunargleði sé gefinn laus taumur, leikið sé með liti, fleti, rendur. Að útkoman verði persónuleg, að sá er prjónar geri flíkina að sínu verki.

Hér er hægt að hlaða niður RENDUR litabók

3.200  ISK 2.560  ISK

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: ,

Upplýsingar

Allar einrúm E-tegundir. Stærðir: 1 (3) 6 (9) 12 ára

PRJÓNAR: Hringprjónar nr. 3 og 3,5 og sokkaprjónar nr. 3 og 3,5

BP 02

Einlit peysa: 100 (150) 150 (200) 250 g.
Peysa í þremur litum: Litur 1: 50 (50) 50 (100) 100 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 100 g. Litur 3: 50 (50) 50 (50) 50 g

BP 03

Einlit peysa: 100 (150) 150 (200) 250 g.
Peysa í þremur litum: Litur 1: 50 (50) 50 (100) 100 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 100 g. Litur 3: 50 (50) 50 (50) 50 g

BP 04

Einlitur skokkur: 100 (100) 150 (250) 300 g.
Skokkur í þremur litum: Litur 1: 50 (50) 100 (150) 200 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 50 g. Litur 3: 50 (50) 50 (50) 50 g 

BP 05

Einlitar gammosíur: 150 (150) 200 (200) 250 g.

BP 06

Einlit lambhúshetta: 50 (50) 100 (100) 100 g.
Lambhúshetta í þremur litum: Litur 1: 50 (50) 50 (50) 50 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 50 g. Litur 3: 50 (50) 50 (50) 50 g

BP 07

Einlitur kragi: 50 (50) 50 (50) 50 g.
Kragi í tveimur litum: Litur 1: 50 (50) 50 (50) 50 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 50 g

BP 08 og BP 09

Einlitir vettlingar og sokkar: 100 (100) 100 (100) 100 g.
Vettlingar og sokkar í tveimur litum: Litur 1: 50 (50) 50 (50) 50 g. Litur 2: 50 (50) 50 (50) 50 g