KBG 08 HÚFA OG TREFILL

HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA

Þegar ég var lítil stelpa var ég oft svo heppin að fá að fara með afa mínum og ömmu í útilegu. Afi var mikill náttúruunnandi og voru steinar honum sérlega hugleiknir. Hann átt stórt og myndalegt steinasafn sem hann kom haganlega fyrir kjallaranum í sínum. Stuðlaberg var ein af þeim steintegundum sem afi sýndi mér á ferðalögum um landið og útskýrði hvernig sexstrendir stuðlarnir drógust saman við kólnun þegar bergið myndaðist. Mynstur húfunnar og trefilsins mynda stuðla í mismunandi lengdum, hlutföll sem breytast allt eftir því hvar á líkamanum mynstrið birtist.

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm E-band.
Trefillinn og húfan á myndunum eru prjónuð í lit E 1002 Skólesít.

Húfa: Allar stærðir 50 g. E-band
Trefill: Ein stærð, 150 g. E-band

PRJÓNAR

Húfa: Hringprjónn nr. 3, 40 cm.
Trefill: Prjónar nr. 3.

STÆRÐIR:

Húfa:
Stærðir: 1 (2) 3
Vídd: 55 (56) 57 cm
Lengd: 26 (28) 30 cm
Trefill
Breidd: 15 cm
Lengd: u.þ.b. 2 m

HÆGT ER AÐ KAUPA UPPSKRIFTINA SEM PDF SKJAL HÉR FYRIR NEÐAN

640  ISK

  • PDF
  • pdf-íslenska