HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA

Einfalt og fljótlegt ennisband sem hægt er að prjóna bæði úr einrúm E-bandi og L-bandi, prjónað er úr einföldu E-bandi en tvöföldu L-bandi og ennisbandið er prjónað fram og tilbaka. Nálægt miðju er rauf þar sem lengri enda ennisbandsins er stungið í gegnum rétt eins og ef verið væri að steikja kleinur. Ennisbandinu er svo lokað að aftan með einni smellu svo ekki þurfi að rugla hárgreiðslunni.

BAND

Uppskriftin er bæði fyrir einrúm E-band og L-band.
Ennisbandið á myndinni er prjónað í lit E 1015 Jaspis.

STÆRÐIR: 1 (2)
E-BAND: 50 g (50 g)
L-BAND: 50 g (100 g)

PRJÓNAR

E-BAND: Prjónar nr. 3,5
L-BAND: Prjónar nr. 7

STÆRÐIR:

1 (2)
Lengd ennisbands, ósnúið: 50 (58) cm
Breidd ennisbands:  9 (10) cm

HÆGT ER AÐ KAUPA UPPSKRIFTINA SEM PDF SKJAL HÉR