KLASSÍSK STROFF PEYSA
900 ISK
HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA
Fyrsta peysan sem ég hannaði er KBG 01, rúllu-kraga-peysa sem prjónuð er úr L-bandi. Hér er fínni útgáfa af þessari fyrstu uppskrift minni. Hún er klassísk, þunn og þægileg. Í þessari útgáfu er peysan prjónuð tvílit en ekkert er því til fyrirstöðu að prjóna hana einlita. Þegar peysan er á prjónunum lítur hún út fyrir að vera á ofurgrönn en trúið mér, það er fátt eins teygjanlegt og stroffmynstrið í þessari peysu.
AÐFERÐ
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkj-ur af ermum og bol sameinaðar á einn hringprjón og laskaúrtaka er prjónuð að kraga.
STÆRÐIR: S (M) L
MÁL
Hálf yfirvídd til viðmiðunar: 32 (35) 38 cm
Sídd frá handvegi: 46 (48) 50 cm
Ermalengd: 47 (49) 51 cm
ATH. AÐ PEYSAN GEFUR MIKIÐ EFTIR.
BAND
Uppskriftin er hönnuð fyrir allar tegundir af einrúm E bandi.
PEYSAN Á MYNDUNUM
Á myndunum er peysan prjónuð í aðallit E 1014 Andesít og litur á stroffi er E 1007 Hrafntinna
PRJÓNAR
Hringprjónn nr. 3,5. Sokkaprjónar nr. 3,5
PRJÓNFESTA, PRJÓNUÐ Í STROFFI 2X2
10 cm = 26 L
10 cm = 29 umf
ERFIÐLEIKASTIG
Byrjendur
Þú hleður uppskriftinni niður frá hlekk sem þú færð sendan á netfangið þitt.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
KLASSÍSK STROFF PEYSA
Fyrsta peysan sem ég hannaði er KBG 01, rúllu-kraga-peysa sem prjónuð er úr L-garni. Klassísk stroff peysa er fínlegir útgáfa af þessari fyrstu uppskrift minni. Hún er klassísk, þunn og þægileg. Í þessari útgáfu er peysan prjónuð tvílit en ekkert er því til fyrirstöðu að prjóna hana einlita. Þegar peysan er á prjónunum lítur hún út fyrir að vera á ofurgrönn en trúið mér, það er fátt eins teygjanlegt og stroffmynstrið í þessari peysu.
STÆRÐIR: S (M) L
MÁL
Hálf yfirvídd til viðmiðunar: 32 (35) 38 cm
Sídd frá handvegi: 46 (48) 50 cm
Ermalengd: 47 (49) 51 cm
ATH. AÐ PEYSAN GEFUR MIKIÐ EFTIR.
GARN
einrúm E garn
Áætluð band notkun, aðallitur: 200 (200) 200 g
Áætluð band notkun, stroff: 150 (150) 150 g
PEYSAN Á MYNDUNUM
Á myndunum er peysan prjónuð í aðallit E 1014 Andesít og litur á
stroffi er E 1007 Hrafntinna
PRJÓNAR
Hringprjónn nr. 3,5
Sokkaprjónar nr. 3,5
PRJÓNFESTA
Prjónið slétt á prjóna nr. 3
10 cm = 26 L
10 cm = 38 umf
AÐFERÐ
Bolur og ermar eru prjónuð í hring. Við handveg eru lykkjur af ermum og bol sameinaðar á einn hringprjón og laskaúrtaka er prjónuð að kraga.
KLASSÍSK STROFF PEYSA
- Peysan er prjónuð neðan frá og upp
- Peysan er prjónuð í hring
- Uppskriftin hentar byrjendum
ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.