einrúm BAND

Þegar þessir tveir náttúrulegu þræðir, ullin og silkið, eru tvinnaðir saman sameinast jákvæðir eiginleikar beggja þessara þráða  Silkið gefur mattri ullinni fágaðan gljáa svo litir einrúm bandsins eru djúpir og tærir. Einrúm prjónauppskriftirnar undirstrika einstaka eiginleika og áferð einrúm bandsins.

E-band er prjónað á prjónastærð 3 til 4,5 en L-bandið er prjónað á prjónastærð 4,5 til 6, allt eftir því hvaða verkefni er verið að vinna og hvaða áferð óskað er eftir.