EINING 4 + 5: LÆRIÐ AÐ FORMA MEÐ STYTTUM UMFERÐUM OG GREINA MISMUNANDI AÐFERÐIR OG ÚTLIT – SUNNUDAGINN 09.03.2025 10-16
16.500 ISK
Er á lager
Sunnudagurinn 9. Mars, 2025
frá kl 10 til kl 16
EINING 4: LÆRIÐ AÐ FORMA MEÐ STYTTUM UMFERÐUM
EINING 5: GREINA MISMUNANDI AÐFERÐIR OG ÚTLIT
ÞÚ LÆRIR AÐ
- Prjóna styttar umferðir frá réttu.
- Prjóna styttar umferðir frá röngu
- Prjóna kantlykkju til að sauma í
- Sauma mynstruð stykki saman með aftursting.
- Prjóna streng/tvöfaldan kant og setja saman á mismunandi vegu
- Prjóna „röngu útaukningu“ sem var sérstaklega þróuð fyrir Völu svefngrímuna.
- Prjóna tvöfalda miðju úrtöku.
- Prjóna mjóan skrautkant (2-lykkju i-cord)
Ein af stórkostlegustu eiginleikum prjóns er að hægt er að forma stykki á meðan það er prjónað. Þetta er hægt að gera með útaukningum og úrtökum, en einnig með styttum umferðum, sem eru aðaláherslan í þessari einingu. Styttar umferðir gera það kleift að auka yfirborð efnisins og forma lögun þess á tilteknum svæðum. Við vinnum með styttar umferðir í „wrap-and-turn“ aðferðinni sem hentar vel fyrir silki og er notuð er í Völu stuttbuxunum, Völu buxunum og ermunum á Völu cardi (peysu). Við saumum stykki prjónuð í mynstri saman og ljúkum stykkinu með því að prjóna streng. Allar aðferðirnar sem þú lærir má yfirfæra á önnur verkefni.
Mun verkefnið líta vel út? Kemur það eins út hægra megin og vinstra megin? Verður það jafnt? Við greinum mismunandi aðferðir við útaukningar og úrtökur og lærum nýjar aðferðir sem notaðar eru í Völu svefn grímunni.
INNIFALIÐ Í VERÐINU ER
- Allt garn sem þarf fyrir vinnustofuna
- Námskeiðsgögn
- Einrúm prjónauppskrift að eigin vali fyrir PURE silki
- 15% afslátt af öllu einrúm garni á námskeiðsdeginum
- Te, kaffi
- Léttur hádegisverður
ÞAÐ SEM ÞARF AÐ TAKA MEÐ
- Hringprjón nr 2,5 (60 cm)
- Hringprjón nr 3 mm ((60 cm)
- Prjónamerki
- Nál fyrir frágang
- Skæri
- Málband
- Penna og glósubók
KENNARI
Kristín Brynja
Hámarksfjöldi þáttakenda er 14.
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 6.
Náist ekki lágmarks þátttaka áskilum við okkur réttinn til að
aflýsa námskeiðinu og endurgreiða þáttökugjaldið.
HVAR OG HVENÆR
Námskeiðið verður haldið
Sunnudagurinn 9. Mars, 2025
frá kl 10 til kl 16
á vinnustofu okkar
Kænuvogi 40
Reykjavík
NÁNARI UPPLÝSINGAR
INNIFALIÐ Í VERÐINU ER
- Allt garn sem þarf fyrir vinnustofuna
- Námskeiðsgögn
- Einrúm prjónauppskrift að eigin vali fyrir PURE silki
- 15% afslátt af öllu einrúm garni á námskeiðsdeginum
- Te, kaffi
- Léttur hádegisverður
ÞAÐ SEM ÞARF AÐ TAKA MEÐ
- Hringprjón nr 2,5 (60 cm)
- Hringprjón nr 3 mm ((60 cm)
- Prjónamerki
- Nál fyrir frágang
- Skæri
- Málband
- Penna og glósubók
HVAR OG HVENÆR
Námskeiðið verður haldið
Sunnudagurinn 9. Mars, 2025
frá kl 10 til kl 16
á vinnustofu okkar
Kænuvogi 40
Reykjavík
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.