GAGNAVERND OG STEFNA VARÐANDI FRIÐHELGI EINKALÍFSINS
Þetta er stefna okkar varðandi gagnavernd og friðhelgi einkalífsins sem skýrir hvað einrúm er, hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar og hver réttur þinn er ef um þig er fjallað í einhverjum af persónulegu gögnunum sem um ræðir. Að auki er fjallað um hvernig þú getur haft samband við okkur ef þörf krefur.
ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI FYRIR EINRÚM
Starfsemi okkar grundvallast á því að tryggja að viðskiptavinir okkar hafi ánægju af að versla hjá okkur. Við skiljum að þú hafir ef til vill áhyggjur af því hvað verður um persónulegar upplýsingar sem þú lætur okkur í té. Við tökum friðhelgi og öryggi persónuupplýsinganna þinna mjög alvarlega og höfum einsett okkur að vernda þær. Hér útskýrum við stefnuna okkar varðandi friðhelgi einkalífsins og sýnum hvernig við meðhöndlum upplýsingar sem við fáum um þig þegar þú ferð inn á heimasíðuna okkar og notar þjónustuna sem við bjóðum upp á.
Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins fjallar um hvernig einrúm getur hugsanlega notað gögnin um þig. Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig eitthvert okkar hjá einrúm í Danmörku eða á Íslandi notar upplýsingarnar um þig, hafðu þá samband við okkur með því að fylla inn í upplýsingaformið eða senda tölvupóst: einrum@einrum.com. Ef þú skráir þig inn eða ert viðskiptavinur IS heimasíðunnar okkar, https://einrum.is þá eru sameiginleg yfirráð yfir upplýsingunum um þig. Ef þú skráir þig inn eða ert viðskiptavinur DK/UK heimasíðunnar okkar, https://yarn.einrum.com/; þá eru sameiginleg yfirráð yfir upplýsingunum um þig.
Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins gildir um allar heimasíður okkar.
ÁSTÆÐURNAR FYRIR ÞVÍ AÐ VIÐ SÖFNUM PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Við söfnum og notum persónuupplýsingar á eftirfarandi hátt:
Ef þú ert viðskiptavinur okkar eða ef þú hefur skráð þig til að vera þátttakandi í netsamfélaginu okkar
Þá munum við hugsanlega safna saman tengslaupplýsingunum þínum svo við getum haft samband við þig til að láta þig vita af vörum eða þjónustu sem við bjóðum upp á (sem dæmi, til að bjóða þér þessar vörur eða þjónustu) og aðrar persónulegar upplýsingar sem tengjast því að bjóða upp á viðkomandi vörur eða þjónustu (sem dæmi; kreditkortanúmer, bankareikning eða aðrar fjárhagslegar upplýsingar, sem og aðrar upplýsingar um þig sem tengjast samskiptum okkar og varða vörur eða þjónustu sem verið er að bjóða).
Ef þú skoðar einhverja af heimasíðunum okkar
Þegar þú heimsækir heimasíður okkar og flakkar á milli mismunandi hluta þeirra, þá er hugsanlegt að við tökum upplýsingar um þig til að nota við að skilgreina og skilja hvernig fólk notar heimasíðurnar okkar til að við getum lært af því og notað meira innsæi á heimasíðunum okkar. Við gætum geymt upplýsingar um hvaða hluta heimasíðu okkar þú skoðaðir og notað vitneskjuna til að velja auglýsingar til að senda þér og einnig efni af heimasíðunni sem tengist áhuga þínum og við höfum séð að þú skoðaðir. Það getur haft í för með sér að við notum vafrakökur, og það er útskýrt í stefnu okkar um vafrakökur.
Ef við ætlum að senda þér auglýsingar, markaðs- eða kynningarefni
Þá gætum við safnað tengiliðaupplýsingum þínum til þess að geta sent þér markaðssetningarefni til að auglýsa, markaðssetja eða kynna vörur okkar og þjónustu (ef við gerum þetta þá fáum við fyrst leyfi hjá þér, þar sem það á við). Við gætum tengt þetta við aðrar upplýsingar sem við fáum um hluti sem þú hefur áhuga á og við bjóðum upp á (sem dæmi þegar þú kaupir eitthvað hjá okkur eða skoðar ákveðna hluta heimasíðu okkar) til að hjálpa okkur við að tryggja að efnið sem við sendum þér innihaldi hluti sem þú hefur áhuga á.
Ef þú ert aðili sem býður upp á vörur eða þjónustu (eða vinnur hjá einhverjum sem býður upp á vörur eða þjónustu).
Við munum hugsanlega safna saman tengslaupplýsingunum þínum svo við eða einhver af birgjum okkar, getum haft samband við þig varðandi vörur eða þjónustu sem þú eða sá sem þú vinnur fyrir býður upp á (sem dæmi, í tengslum við fyrirkomulag og afgreiðslu á þessum vörum eða þjónustu) og aðrar persónulegar upplýsingar sem tengjast þér og því að bjóða upp á viðkomandi vörur eða þjónustu. Þetta getur til dæmis verið bankaupplýsingar eða aðrar fjármálaupplýsingar sem og aðrar upplýsingar sem tengjast þér og varða samskipti okkar eða þess sem þú vinnur hjá og afhendingu á vörum eða þjónustu.
HVAR NOTUM VIÐ PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Við notum venjulega persónuupplýsingar einungis á Íslandi eða í Evrópusambandslöndum frá skrifstofu okkar í Danmörku.
Þegar nauðsyn krefur við rekstur á fyrirtækinu okkar getur það hent að við deilum viðeigandi persónuupplýsingum með fyrirtækjum okkar innan Evrópusambandsins, en þó aðeins að því marki sem er nauðsynlegt til að geta veitt viðeigandi þjónustu.
Til dæmis þegar þú pantar vörur hjá okkur sem dreift er frá vöruhúsi okkar, en ert sjálfur staddur í öðru landi, þá munum við deila upplýsingum um þig (nafni, heimilisfangi og hvaða vörur þú hefur pantað) eins og nauðsynlegt er til að samstarfsaðili okkar sem rekur vöruhúsið okkar í Danmörku geti dreift vörunum til þín.
Þegar við deilum persónuupplýsingum til að geta veitt þjónustu gerum við allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að alls öryggis sé gætt eins og að tryggja að stuðst sé við viðurkenndar löglegar aðferðir sem geta falið í sér að gera samninga sem viðurkenndir eru af Evrópusambandinu og fjalla um meðferð persónulegra upplýsinga – sjá hér fyrir neðan:
http://ec.europa.eu/justice/dataprotection/internationaltransfers/transfer/index_en.html
og að upplýsingarnar séu meðhöndlaðar á öruggan hátt í samræmi við þessa stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins.
ÖRYGGI PERSÓNULEGU UPPLÝSINGANNA UM ÞIG
Allar persónulegar upplýsingar sem við notum eru geymdar á öruggan hátt (öryggisstigið er ávallt í samræmi við eðli upplýsinganna og aðrar viðeigandi aðstæður).
Því miður er ekki algerlega öruggt að flytja upplýsingar á netinu. Þrátt fyrir að við gerum okkar besta til að vernda persónulegar upplýsingar um þig getum við ekki ábyrgst öryggi upplýsinganna sem sendar eru á heimasíðu okkar og allar slíkar sendingar eru á þína ábyrgð. Þegar við höfum fengið upplýsingarnar munum við gera viðeigandi öryggisráðstafanir til að leitast við að hindra óviðkomandi aðgang.
GHVERJIR FÁ AÐ SJÁ PERSÓNULEGU UPPLÝSINGARNAR ÞÍNAR
Við munum hugsanlega, þegar það á við, deila persónulegu upplýsingunum þínum með:
- Viðeigandi þriðja aðila eins og:
- Viðskiptafélögum okkar, viðskiptavinum, birgjum og undirverktökum vegna samninga sem við höfum gert eða annarra samskipta sem við eigum í vegna viðskipta við þig eða þann sem þú vinnur fyrir.
- Endurskoðendum okkar og öðrum faglegum ráðgjöfum eða þjónustuaðilum
- Lánastofnunum eða annarskonar lánaskrám sem meta lánshæfi eða annars konar hæfi varðandi hugsanlegan væntanlegan samning við þig eða þann sem þú starfar fyrir.
- Í tengslum við upplýsingar af heimasíðu okkar:
- Auglýsingastofum okkar og auglýsinganetum sem byggja á þessum upplýsingum til að velja og þjóna viðeigandi auglýsingum til að sýna þér og öðrum. Við deilum ekki auðkennanlegum upplýsingum um einstaklinga með auglýsendum okkar en við látum þá hafa upplýsingar um notendur okkar sem heild. Við notum hugsanlega líka slíkar heildarupplýsingar til að aðstoða auglýsendur við að ná til þess hóps sem þeir vilja. Við munum hugsanlega nota persónuupplýsingar sem við höfum fengið frá þér til að verða við óskum auglýsenda, til að sýna markhópnum þeirra auglýsingar frá þeim eins og stefnan varðandi vafrakökur segir til um.
- Greinendum og leitarvélaeigendum sem aðstoða okkur við að bæta og hámarka gæði heimasíðu okkar eins og stefnan okkar um vafrakökur leyfir.
ANNAÐ VARÐANDI AÐ DEILA UPPLÝSINGUM
Við munum hugsanlega deila persónulegum upplýsingum um þig með þriðja aðila:
- Ef við seljum eða kaupum einhverja starfsemi eða eignir, en þá deilum við hugsanlega persónulegum upplýsingum um þig til væntanlegs seljanda slíkrar starfsemi eða eigna, en í samræmi við þessa stefnu varðandi friðhelgi einkalífsins.
- Ef þriðji aðili eignast fyrirtækið okkar eða nokkurn veginn allar eigur okkar verða persónulegar upplýsingar um viðskiptavinina yfirfærðar sem eignir líka.
- Ef okkur ber skylda til að gefa upp eða deila persónulegum upplýsingum um þig vegna lagaskyldu, eða til að uppfylla eða framkvæma skyldur okkar um aðdrætti sem og annað samkomulag við þig eða vinnuveitanda þinn; eða til að vernda réttindi, eignir eða öryggi viðskipta okkar eða annarra. Þetta felur í sér að skiptast á upplýsingum við önnur fyrirtæki og samtök til að koma í veg fyrir svik eða draga úr áhættu vegna lána.
LAGALEGUR GRUNDVÖLLUR FYRIR VERND PERSÓNULEGRA UPPLÝSINGA
Lagalegi grunnurinn sem við fylgjum við meðferð persónulegra upplýsinga er eftirfarandi:
- Þegar nauðsynlegt er að fá leyfi hjá þér áður en pöntun er afgreidd munum við biðja um og treysta á samþykki þitt varðandi afgreiðsluna sem um ræðir (sem tengist hvaða afgreiðslu sem við erum að sinna með þínu samþykki, sjá neðst hvernig hægt er að draga samþykki sitt til baka).
Annars munum við meðhöndla persónulegar upplýsingar um þig þar sem það er nauðsynlegt:
- Til að efna samning sem þú ert aðili að eða til þess að gera ráðstafanir að beiðni þinni áður en þú gerir slíkan samning;
- Til að fara eftir lagaskyldu sem við erum aðilar að; eða
- í þágu lögmætra hagsmuna sem við eða annar einstaklingur sækist eftir, að því tilskildu að þetta verði aðeins við aðstæður þar sem þessir lögmætu hagsmunir eru ekki teknir fram yfir hagsmuni þína eða grundvallarréttindi og frelsi sem krefjast verndar persónuupplýsinga. Venjulega þar sem við reiðum okkur á lögmæta hagsmuni verður það áhugi okkar á að starfa og kynna viðskipti okkar.
HVERSU LENGI VIÐ GEYMUM PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR UM ÞIG.
Við vinnum aðeins persónulegar upplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þeim var upphaflega safnað fyrir, eftir það verður þeim eytt eða þær settar í geymslu nema að því marki sem nauðsynlegt er fyrir okkur til að halda áfram að vinna úr þeim í þeim tilgangi að fara að lagalegum skyldum sem við erum háð eða í öðrum lögmætum tilgangi.
RÉTTUR ÞINN
Þú átt rétt á eftirfarandi varðandi persónulegar upplýsingar sem varða þig sem við erum að nota:
- Þú mátt krefjast aðgangs að persónulegu upplýsingunum sem um ræðir.
- Þú mátt krefjast þess að rangar persónulegar upplýsingar sem við erum að vinna með, séu leiðréttar.
- Við vissar kringumstæður (venjulega þegar það er ekki lengur nauðsynlegt fyrir okkur að halda áfram að vinna úr þeim) gætir þú átt rétt á að biðja um að við þurrkum út persónulegar upplýsingar sem um ræðir.
- Þar sem við erum að vinna úr persónulegum gögnum þínum í markaðsskyni eða á annan hátt byggð á lögmætum hagsmunum okkar gætir þú undir vissum kringumstæðum átt rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.
- Þar sem við erum að vinna með persónulegar upplýsingar sem tengjast þér á grundvelli fyrirfram samþykkis þíns fyrir þeirri vinnslu (svo sem varðandi markaðssetningu með tölvupósti) getur þú afturkallað samþykki þitt og eftir það munum við stöðva viðkomandi vinnslu.
Til að nýta réttindi þín að því er varðar fyrirtæki sem falla undir þessa stefnu (þ.m.t. að draga til baka viðeigandi samþykki eða fá aðgang að persónulegum gögnum þínum), ættir þú að hafa samband við okkur eins og fram kemur hér að neðan.
Ef þú vilt gera athugasemd við að einhver vinnsla persónuupplýsinga þinna fari fram af einhverjum fyrirtækjum sem falla undir þessa stefnu geturðu haft samband hér
HAFA SAMBAND
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, athugasemdir eða áhyggjur varðandi þennan samning eða einhvern annan hluta þessarar síðu eða varðandi einhverjar af vörum okkar eða þjónustu eða ef þú hefur lent í tæknilegum vandræðum við notkun þessarar síðu, vinsamlegast sendu tölvupóst á netfangið einrum@einrum.com og við munum gera okkar besta til að þjónusta þig.
UPPLÝSINGAR UM OKKUR:
Einrúm ehf Austurbrun 34
104 Reykjavík
Iceland
Id: 4712012860
Vsk nr: 72962
mobile: +354 8642883
einrum@einrum.com