HB 04 HÁKARLAPEYSA

HÖNNUÐUR: HALLA BEN

Halla Ben hannaði þessa peysu. Þegar Halla var búin að prjóna HB 03 eða „hákarla-peysuna“ eins og við köllum hana sá hún í hendi sér að mynstrið væri tilvalið fyrir síða jakka-peysu. Úr varð síð jakkapeysa sem pokar örlítið við stroffið á ermunum. Létt og þægileg peysa sem er fljótleg og auðvelt að prjóna.

AÐFERÐ

Bolurinn er prjónaður fram og til baka, jaðarlisti er prjónaður á fínni prjóna jafnhliða bolnum. Ermar eru prjónaðar í hring upp að handvegi. Laskaúrtaka er á axlarstykki. 

STÆRÐIR: S/M (M/L)

Hálf yfirvídd 45 (47) cm
Sídd frá handvegi, með stroffi: 48 (50) cm
Ermalengd, með stroffi: 45 (47) cm

BAND:

Allar tegundir af E-bandi.
STÆRÐIR: S/M (M/L) 300 g (300) g
Á myndunum er peysan prjónuð í lit E 1008 Gabbró.

PRJÓNAR:

Hringprjónar nr. 4 og 5. Sokkaprjónar nr. 4 og 5.

#einrumHÁKARLAPEYSA
HÆGT ER AÐ KAUPA UPPSKRIFTINA SEM PDF SKJAL HÉR FYRIR NEÐAN.

950  ISK

  • pdf-íslenska