EINRÚM EHF
SKILMÁLAR – NOTKUN VEFSINS
Við vonum að þú njótir þess að vafra um síðu og vefverslun einrúms. Ef þú þarfnast upplýsinga hvetjum við þig til að senda póst á netfangið einrum@einrum.com. Við höfum lagt okkur fram um að sýna liti eins nálægt raunverluegum litum og hægt er en við bendum á að litir birtast ekki alltaf eins á öllum skjám og snjalltækjum. Einnig bendum við á að handgerðar flíkur eru einstakar hver um sig og geta verið breytilegar í útliti og því ekki nákvæmlega eins og myndir af þeim vörum sem birtar eru hér á síðunni.
Á vefnum er efni sem varið er samkvæmt lögum um höfundarrétt. Óheimilt er að nota, afrita eða dreifa vörum, myndum og/eða texta án skriflegs samþykkis frá eigenda vefsins, einrúm ehf. Óheimilt er að framleiða, selja eða nota í hverskonar viðskiptaskyni það efni og prjónauppskriftir sem á vefnum eru án þess að fyrirfram hafi fengist til þess skriflegt leyfi. Óheimilt að fjölfalda prjónauppskriftir, dreifa þeim eða selja, í hvaða formi sem er, með hvaða aðferðum sem er, að hluta eða í heild, án þess að fyrirfram hafi fengist til þess leyfi frá einrúm ehf. Óheimilt er að nota vefinn, netföng og vefföng sem á vefnum eru til dreifingar á vírusum, tövuormum og öðrum eyðileggjandi forritum.
GREIÐSLA
Í netverslun einrúms ehf er tekið við öllum helstu kreditkortum. Greiðslur með korti fara í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Virðisaukaskattur er innifalinn í vörum sem birtar eru á síðunni en sendingargjald mun bætast við þegar kaupin eru samþykkt og greitt er fyrir vöruna.
AFGREIÐSLUTÍMI
Vörur sem keyptar eru í vefverslun eru afgreiddar eins fljótt og auðið er, innan nokkurra daga eftir að pöntun hefur borist. Ef óvæntar tafir verða sendum við upplýsingar um það.
Vörur til niðurhals, PDF skrár, eru afgreiddar með tölvupósti og berast kaupanda þegar greitt hefur verið fyrir vöruna.
Til að hægt sé að hlaða PDF skrám ótakmarkað niður þarf að stofna reikning á vefsvæði einrúms. Ef PDF skrá einhverra hluta vegna berst ekki til kaupenda, vinsamlega sendið okkur póst á veffangið einrum@einrum.commeð upplýsingum um pöntunarnúmer og við sendum þá PDF skrá sem keypt var með tölvupósti.
SENDINGARMÁTI
Varan er send með Íslandspósti hvert á land sem er. Sendingarkostnaður er 550 kr og greiðist við pöntun vöru.
VÖRUSKIL OG ENDURGREIÐSLA
Til að fá vöru endurgreidda þarf að skila henni í síðasta lagi 14 dögum frá móttöku. Varan þarf að vera í órofnum og upprunalegum umbúðum til að henni sé skipt. Vöru í rofnum eða skemdum umbúðum fæst ekki skilað. Viðtakandi greiðir sendingakostnað þeirrar vöru sem skilað er.
Til að fá vöru skipt skal það gert í síðasta lagi 14 dögum frá móttöku. Vöru skal skilað í órofnum og upprunalgum umbúðum. Vöru í rofnum eða skemdum umbúðum fæst ekki skipt. Viðtakandi greiðir sendingakostnað þeirrar vöru sem skipta á. Rafrænum vörum svo sem prjónauppskriftum á PDF formi fæst hvorki skilað né skipt. Ekki er hægt að fá rafrænar vörur endurgreiddar.
Ef vara er gölluð skal staðfesta það með mynd sem send er á einrum@einrum.commeð skriflegri lýsingu á galla.einrúm greiðir sendingarkostnað á gölluðum vörum.
Vörur sem á að skila/skipta skal senda til:
Einrúm ehf
Austurbrún 34
104 Reykjvaík
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu um notkun á slíkum upplýsingum. Afskráning fer fram á einrum@einrum.com
Vefurinn einrum.is er í eigu einrúm ehf. Efni og notkun þessa vefs er skilyrt skilmálum þessum sem eru sjálfkrafa samþykktir við notkun vefsins og vefverslunar. Skilmálarnir kunna að vera uppfærðir á gefnum tímapunkti.
einrúm ehf
Austurbrún 34
104 Reykjavík
Ísland
kt: 4712012860
vsk nr: 72962
sími: +354 8642883