BANDIÐ
Einrúm bandið er tvinnað úr íslenskri ull og Mórberja silki. Samspil þráðanna tveggja dregur fram náttúrulega eiginleika þeirra beggja og saman bæta þeir hvorn annan upp og mynda einstakt band, slitsterkt og létt.
Íslenska ullin hefur þróast í yfir 1000 ár. Í köldu loftslagi Íslands, eyju norður í Atlandshafi, hefur íslenskasauðkindin verið einangruð frá öðrum stofnumog því haldið upprunalegum eiginleikum sínum.
Ull íslensku sauðkindarinnar skiptist ítogog þel. Ytri þræðirnir kallast tog. Þeir eru harðir, grófir og hrinda frá sér vatni. Innri þræðir ullarinnar kallast þel. Þeir eru hlýir, mjúkir og einangrandi. Þessir einstöku eiginleikar ullarinnar gera það að verkum að flík sem prjónuð er úr íslenskri ull heldur þeim sem klæðist henni þurrum og hlýjum. Þegar ullarfatnaður úr íslenskri ull hefur náð sama hitastigi og húð þess sem henni klæðist, hættir ullin að erta húðina og heldur hitastigi hennar jöfnu.
Silki er einn af sterkustu þráðum náttúrunnar. Silki er unnið úr púpum viðkvæmra silkiorma sem eingöngu nærast á laufum mórberjatrjáa. Silki er þekkt fyrir mjúka áferð og einstakan gljáa sem myndast þegar birta endurvarpast fallega frá prismalöguðum trefjum silkisins. Þræðir silkisins eru rakadrægir, þeir leiða raka frá líkamanum og því halda flíkur úr silki hitastigi líkamans jöfnu hvort sem er í hlýju eða köldu loftslagi. Silkiþræðir taka vel við hvers kyns litun sökum rakadrægni þeirra og vegna lögunar þráðanna verða litirnir tærir og bjartir.
Þegar þessir tveir náttúrulegu þræðir, ullin og silkið, eru tvinnaðir saman sameinast jákvæðir eiginleikar beggja þessara þráða sem halda líkamanum hlýjum og þurrum og það verður til band sem er slitsterkara og mýkra en band sem eingöngu er unnið úr íslenskri ull. Bandið er létt og loftkennt og áferð þess samfelld. Silkið gefur mattri ullinni fágaðan gljáa svo litir einrúm bandsins eru djúpir og tærir. Einrúm prjónauppskriftirnar undirstrika einstaka eiginleika og áferð einrúm bandsins.
Þessari nýju sýn á íslenskt ullarband hefur Tækniþróunarsjóður Íslands trú á. einrúm hefur tvívegis hlotið styrki til markaðssetningar erlendis, annars vegar í Skandinavíu og hins vegar í Þýskalandi.