LITIR BANDSINS
Litir einrúm bandsins bera nöfn ólíkra bergtegunda, steinda og kristalla. Móðurafi minn, afi Axel, opnaði augu mín fyrir fegurð landsins og náttúrunnar. Hann ferðaðist um landið og safnaði steindum og kristöllum sem hann skráði vandlega þegar heim var komið en þar átti hann stórt og fallegt steinasafn. Oft fékk ég að fara með honum í þessar ævintýraferðir um landið. Sívakandi áhugi hans á íslenskri náttúru hafði mótandi áhrif á mig. Þess vegna bera litir einrúm bandsins nöfn ólíkra steinda og kristalla.
einrúm bandið er afurð uppruna míns, saga tveggja þráða, af ullinni sem ég lærði að meta hjá föðurömmu minni og litum steinda og kristalla sem móðurafi minn sýndi mér.
MYNDIR AF STEINDUM OG KRISTÖLLUM
1001 / 2001 Silfurberg: kalksteind, hvítt, silfurtært. Reyðarfjörður.
1002 / 2002 Skólesít: geislasteinn, ljós, daufur silkigljái. Teigarhorn, Reyðarfjörður, Vesturhorn. Suður-Múlasýsla.
1003 / 2003 Ágít: dílar í ankaramíti og basalti, brúnleitt. Eyjafjöll. Rangárvallarsýsla. Suður-Múlasýsla.
1004 / 2004 Stilbít: zeólíti, mjólkurhvítt með skelplötugljáa. Hoffellsdalur, Hornafjörður, Austur-Skaftafellssýsla.
1005 / 2005 Barít: steind úr barítsúlfati, gráleitt, hálfgegnsætt. Fáskrúðsfjörður. Suður-Múlasýsla.
1006 / 2006 Pýrít: Myndar teningslaga, gulleita og oftast nær smáa kristalla. Háhitasvæði, Gljúfurá.
1007 / 2007 Hrafntinna: gler, svart. Pálsfjall, Vatnajökli. Vestur-Skaftafellssýsla.
1008 / 2008 Gabbró: storkuberg, grátt, grófkristallað. Stokksnes, Vesturhorn. Austur-Skaftafellssýsla.
1009 Ópall: kvarssteind, móleit, græn. Strandasýsla.
1010 Ólivín: magnesíum-járn-silíkat steind, ólífugræn, glergljái. Bæjargil, Hof, Öræfi. Austur-Skaftafellssýsla.
1011 / 2011 Móberg: bergtegund, „steinn Íslands“, brúngrár. Heimaey, Vestmannaeyjar.
1012 Brennisteinn: málmsteind, holufylling, gulir kristallar. Hrútagjá, Gullbringusýsla.
1013 Klórít: leirsteind, holufylling, grænblá. Steðjatindur, Stöðvarfjörður, Suður Múlasýsla.
1014 Andesít: ísúr bergtegund, Dritvík, Snæfellsnessýsla.
1015 Líparít: súrt gosberg. Prestahnjúkur, Borgarfjörður.
1016 Jaspis: steind, holufylling. Hjallháls. Austur-Barðastrandarsýsla.