HB 03 PEYSA

1.200  ISK

HÖNNUÐUR: HALLA BEN

Það er auðvelt að prjóna þessa peysu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Halla var búin að láta sig dreyma um einfalda, grófa ullarpeysu sem færi vel bæði við gallabuxur og pils. Þegar Halla skoðaði hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi varð hún hugfangin af mynstri hákarlstannanna. Þær minntu hana á sögur af langafa hennar, Hákarla–Sæmundi, sem var skipstjóri á hákarlaskipi. Hann átti eyrnalokk úr hákarlstönn. Hákarlar eru með rótopnar tennur og missi þeir tönn, mun sú sem liggur á bak við færast fram og fylla gatið. Hákarlar hafa því alltaf fullkomið sett tanna. Sumar tegundir hákarla endur-nýja allt að 30.000 tennur á líftíma sínum. Síendurtekið mynstrið minnir á þessar óþrjótandi hákarlstennur.

BAND

Uppskriftin er bæði fyrir einrúm E-band og L-band.
Peysan á myndinni er prjónuð úr E-bandi í lit E 1016 Jaspis.

E-band: S/M (M/L) 250 (250) g
L-BAND: S/M (M/L) 400 (400) g

PRJÓNAR

E-band: Hringprjónar nr. 4 og 5. Sokkaprjónar nr. 4 og 5.
L-band: Hringprjónn nr. 4,5 og 8. Sokkaprjónar nr. 4,5 og 8.

STÆRÐIR FYRIR E-BAND OG L-BAND: S/M (M/L)

Hálf yfirvídd: 45 (47) cm
Sídd frá handvegi, með stroffi: 45 (47) cm
Ermalengd, með stroffi: 45 (47) cm

FYRSTA BÓK:

Þessi hönnun er ein af níu sem birtar voru í FYRSTU BÓK.
Bókin er uppseld en hægt er að kaupa uppskriftina sem pdf skjal hér.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…

Vantar þig hjálp?

Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com

Örugg viðskipti

einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu

Styðjið við sjálfbærni

Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.

Title

Go to Top