TIVOLI PEYSA

1.200  ISK

HÖNNUN: KATRÍN ÁSTA
STÆRÐIR: (XS, S) (M, L, XL) (2XL, 3XL)

Yfirvídd: (86, 91) (98, 102, 110) (122, 133) cm
Hálf yfirvídd, mæld flöt: (43, 45,5) (49, 51, 55) (61, 66,5) cm
Bollengd, fá uppfit að handvegi: (34,5, 37) (37, 37, 39,5) (42, 44,5) cm
Ermalengd, frá uppfit að handvegi: (39, 41,5) (44, 44, 44) (46,5, 46,5) cm

GARN

Allar einrúm E-garn tegundir.
Aðallitur: E 1001 Silfurberg: (200, 200) (250, 250, 300) (300, 350) g.
Mynsturlitur: E 1012 Brennisteinn: (100, 100) (150, 150, 200) (200, 250) g.

PEYSAN Á MYNDUNUM

Peysan á myndunum er prjónuð í E-garni í aðallit E 1001 Silfurberg og mynsturlit E 1012 Brennisteinn.

PRJÓNAR

Hringprjónar nr. 3 mm og 3,5 mm, 60 eða 80 cm langir.
4 sokkaprjónar nr. 3 mm og 3,5 mm, eða langur hringprjónn fyrir “magic loop” tækni.
Heklunál fyrir uppfit ‘tubular cast on’, stoppunál.

PRJÓNFESTA, EINLITT SLÉTT PRJÓN Á BERUSTYKKI

Á prjóna nr. 3 mm
10 cm = 23 L
10 cm = 34 umf

PRJÓNFESTA, TVÍBANDA MYNSTUR Á BOL OG ERMUM

Á prjóna nr. 3,5 mm
10 cm = 28 L
10 cm = 29 umf

ERFIÐLEIKASTIG

Reyndir

Þú hleður uppskriftinni niður frá hlekk sem þú færð sendan á netfangið þitt.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

TIVOLI PEYSA

HÖNNUN: KATRÍN ÁSTA

KAG 02 TIVOLI PEYSAN er eins og gömul vinkona. Hún amma Katrín, amma okkar systra prjónaði á okkur peysur með þessu tígullaga mynstri þegar við vorum börn. Upphaflega var mynstrið með þremur litum. Við systurnar útfærðum þetta mynstur með mismunandi litum á unglingsárunum.

Nú hefur Katrín systir mín sem heitir í höfuðið á ömmu Katrínu enn einu sinni haft þetta gamla mynstur að leiðarljósi þegar hún hannaði þessa fallegu peysu. Að þessu sinni er mynstrið tvílitað og í stað þriðja litarins er leikið með brugðnar lykkjur. Ermarnar líta út fyrir að vera ísettar og felling á öxinni gerir peysuna sérlega fallega.

AÐFERÐ

Peysan er prjónuð í hring neðanfrá og upp. Bolur og ermar eru prjónuð sitt í hvoru lagi með tvíbanda mynstri með lóðréttu mynstri í hliðum og upp innanverðar ermar. Bolur og ermar eru sameinaðar á einn hringprjón. Eftir að tvíbanda mynstur er klárað er berustykki prjónað með einum lit á hálfu númeri minni prjóna. Úrtökur á berustykki eru hannaðar til að líta út fyrir að vera ísettar ermar og felling á öxl gefur peysunni fágað yfirbragð.

STÆRÐIR: (XS, S) (M, L, XL) (2XL, 3XL)

Yfirvídd: (86, 91) (98, 102, 110) (122, 133) cm
Hálf yfirvídd, mæld flöt: (43, 45,5) (49, 51, 55) (61, 66,5) cm

Bollengd, fá uppfit að handvegi: (34,5, 37) (37, 37, 39,5) (42, 44,5) cm
Ermalengd, frá uppfit að handvegi: (39, 41,5) (44, 44, 44) (46,5, 46,5) cm

GARN

Allar einrúm E-garn tegundir.
Peysan á myndinni er prjónuð í E-bandi með grunnlit E 1001 Silfurberg og mynsturlit E 1012 Brennisteinn.

Aðallitur: E 1001 Silfurberg: (200, 200) (250, 250, 300) (300, 350) g.
Mynsturlitur: E 1012: Brennisteinn: (100, 100) (150, 150, 200) (200, 250) g.

PRJÓNAR

Hringprjónar nr. 3 mm og 3,5 mm, 60 eða 80 cm langir.
4 sokkaprjónar nr. 3 mm og 3,5 mm, eða langur hringprjónn fyrir “magic loop” tækni.
Heklunál fyrir uppfit ‘tubular cast on’, stoppunál.

TIVOLI PEYSA
  • Prjónuð neðanfrá og upp
  • Tvíbandaprjón á bol
  • Einlitt, slétt prjón á berustykki
  • Ermar líta út fyrir að vera ísettar þó svo að þær séu prjónaðar á sama tíma og berustykki
#einrum_TIVOLIPEYSA
#einrumTIVOLI_SWEATER

ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…

Vantar þig hjálp?

Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com

Örugg viðskipti

einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu

Styðjið við sjálfbærni

Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.

Title

Go to Top