KBG 18 “GIRLFREND” PEYSA
900 ISK
HÖNNUÐUR: KRISTIN BRYNJA
Þessi uppskrift er byggð á vinsælu KBG 11 ”BOYFRIEND” peysunni okkar. Upprunalega ”BOYFRIEND” peysan er prjónuð neðan frá og upp, en þessi nýja peysa, sem hefur hlotið nafnið ”GIRLFRIEND” er prjónuð ofan frá og niður. Peysan er mun síðari en sú upprunalega, meira eins og kjóll. Þar sem ”GIRLFRIEND” peysan er prjónuð ofanfrá er auðvelt að aðlaga sídd hennar eftir smekk hvers og eins. Þú getur prjónað hana í hefðbundinni peysusídd eða prjónað risapeysu eins og þessa hér á myndunum.
AÐFERÐ
Byrjað er við hálsmálið og peysan er prjónuð út í eitt ofan frá og niður. Peysukjóllinn er hannaður þannig að hægt er að nota hann hvort sem er á „réttu“ eða „röngu“, allt eftir smekk. Prjónað er í hring ofanfrá og niður. Aukið er út sitt hvorum megin við brugðnar lykkjur sem undirstika samskeyti á bol og ermum. Brugðnu lykkjurnar undirstrika líka hliðar bolsins og samskeyti á ermum. Þegar skipt er um band er best að gera það við þessar brugðnu lykkjur, svo samskeytin sjáist ekki. Styttar umferðir undir handvegi forma hálsmálið. Byrjendur geta sleppt styttum umferðum.
STÆRÐIR: XS (S) M (L) XL (2XL)
Yfirvídd: 91 (97) 103 (109) 120 (126) cm
Hálf yfirvídd: 46 (49) 51 (54) 60 (63) cm
Sídd frá handvegi, með stroffi: + / – 77 cm
Ermalengd, með stroffi: + / – 50 cm
BAND:
Allar einrúm L tegundir
Stærðir: XS (S) M (L) XL (2XL)
450 (500) 550 (600) 650 (750) g
Á myndunum er risapeysan prjónuð í lit L 2018 Túff
PRJÓNAR:
Hringprjónar nr. 5,0
Sokkaprjónar nr. 5,0
#einrumGIRLFRIENDSWEATER
HÆGT ER AÐ KAUPA UPPSKRIFTINA SEM PDF SKJAL HÉR FYRIR NEÐAN.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.