SLAUFU PEYSAN – GARNPAKKI

9.900  ISK17.325  ISK

HÖNNUÐUR: KRISTÍN BRYNJA
STÆRÐIR: (XS, S)(M, L, XL)(2XL, 3XL)

Yfirvídd: (86, 92)(98, 104, 112)(122, 132) cm
Hálf yfirvídd, mælt flatt: (43, 46)(49, 52, 56)(61, 66) cm
Lengd á bol, mælt frá uppfit að handvegi: (38, 40)(41, 41, 43)(46, 48) cm
Ermalengd, mælt frá ermastáli að handvegi: (40, 42)(45, 45, 45)(48, 48) cm

BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm LAMB 2 band.
Áætluð band notkun: (200, 200)(250, 300, 300)(350, 350) g

PEYSAN Á MYNDUNUM

Peysan á myndunum er prjónuð í litum LAMB 3010 SKY og 3241 LYNG

PRJÓNAR

Hringprjónar nr. 2,5 mm og 3,0 mm, 60 cm langir
Sokkaprjónar nr. 3,0 mm eða langur hringprjónn fyrir “magic loop” tækni. Hjálparprjónn nr. 2,5 mm. Saumnál fyrir frágang.

KEMUR Í VEFVERSLUNINA 03. FEBRÚAR 2022

NÁNARI UPPLÝSINGAR

KGB 22 SLAUFU PEYSAN – PRJÓNAPAKKI

SAGAN Á BAKVIÐ KBG 16 BERBER SJALIÐ

Skyrta sem ég á var innblásturinn að uppskriftinni sem ég kalla KBG 22 SLAUFU PEYSA.  Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm LAMB 2 band. Einkenni peysunnar er prjónaður borði við hálsmálið og ermastál með tölum sem gerir peysuna mjög fínlega. Þú getur sett flotta hnappa á ermarnar eða búið til þína eigin eins og ég gerði.

AÐFERÐ

Slaufupeysan er prjónuð í hring, neðanfrá og upp með upphleyptum lykkjum á framstykki en sléttu prjóni á bakstykki og ermum. Á framstykki er djúpt hálsmál. Prjónað er fram og tilbaka eftir hálsmál. Ermastálið er prjónað í tvöföldu prjóni með hnappagati. Lykkjur fyrir ermi eru prjónaðar upp frá jaðri ermastáls. Bolur og ermar eru prjónuð saman á einn hringprjón. Berustykkið er prjónað fram og til baka hér eftir.
Úrtökur á berustykki eru hannaðar til að það líti út fyrir að ermarnar séu ísettar. Líning við hálsmál er prjónuð í tvöföldu prjóni með löngu bandi sem hægt er að binda við hálsinn.

STÆRÐIR: (XS, S)(M, L, XL)(2XL, 3XL)
BAND

Uppskriftin er hönnuð fyrir einrúm LAMB 2 band.
Áætluð band notkun: (200, 200)(250, 300, 300)(350, 350) g

PEYSAN Á MYNDUNUM

Peysan á myndunum er prjónuð í litum LAMB 3010 SKY og  3241 LYNG

PRJÓNAR

Hringprjónar nr. 2,5 mm og 3,0 mm, 60 cm langir. Sokkaprjónar nr. 3,0 mm eða langur hringprjónn fyrir “magic loop” tækni. Hjálparprjónn nr. 2,5 mm. Saumnál fyrir frágang.

KGB 22 SLAUFU PEYSAN – PRJÓNAPAKKI

  • Prjónapakkinn inniheldur band og fría uppskrift af Slaufupeysunni.
  • Fáguð og einstök peysa.
  • Skemmtilg að prjóna.
  • Ermastál með tölum.
  • Upphleyptar lykkjur á framstykki.
  • Kaupa þarf prjóna sér.

ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…

Vantar þig hjálp?

Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com

Örugg viðskipti

einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu

Styðjið við sjálfbærni

Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.

Title

Go to Top