VALA PEYSA
900 ISK
HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
STÆRÐIR: (XS, S, M) (L, XL, 2XL) (3XL, 4XL, 5XL)
Yfirvídd:
(74, 82, 90)(98, 114, 122)(138, 146, 154) cm
Hálf yfirvídd: (37, 41, 45)(49, 57, 61)(69, 73, 77) cm
Lengd á bol að topp á öxl með kanti:
+/- (52,5, 54, 58)(61, 63,5, 61)(62, 62,5, 64) cm
Lengd á bol að handvegi með kanti:
+/- (31, 31, 33,5) (33,5, 36, 33,5)(33,5, 33,5, 35,5) cm
Ermalengd frá uppfit með kanti að handvegi:
+/- (39, 40, 40)(41,5, 43, 41,5)(40, 39, 37,5) cm
Handvegur, mælt lóðrétt efst á öxl og beint niður:
+/- (21,5, 23, 24,5)(27,5, 27,5, 27,5)(28,5, 29, 31) cm
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: (250, 250, 250) (300, 350, 350) (400, 400, 450) g
VALA PEYSAN Á MYNDUNUM
Á myndunum er peysan prjónuð í lit 4002 Ljós grár
Saga er í peysu í stærð L
NÁNARI UPPLÝSINGAR
VALA PEYSA
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
STÆRÐIR: (XS, S, M) (L, XL, 2XL) (3XL, 4XL, 5XL)
Uppgefin mál eftir þvott:
Yfirvídd:
(74, 82, 90)(98, 114, 122)(138, 146, 154) cm
Hálf yfirvídd: (37, 41, 45)(49, 57, 61)(69, 73, 77) cm
Lengd á bol að topp á öxl með kanti:
+/- (52,5, 54, 58)(61, 63,5, 61)(62, 62,5, 64) cm
Lengd á bol að handvegi með kanti:
+/- (31, 31, 33,5) (33,5, 36, 33,5)(33,5, 33,5, 35,5) cm
Ermalengd frá uppfit með kanti að handvegi:
+/- (39, 40, 40)(41,5, 43, 41,5)(40, 39, 37,5) cm
Handvegur, mælt lóðrétt efst á öxl og beint niður:
+/- (21,5, 23, 24,5)(27,5, 27,5, 27,5)(28,5, 29, 31) cm
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: (250, 250, 250) (300, 350, 350) (400, 400, 450)
PEYSAN Á MYNDUNUM
Peysan á myndunum er prjónuð í lit 4002 Ljós grár.
Peysan sem Saga er í, er í stærð L
PRJÓNAR
Hringprjónar nr. 3, (40 og 80) cm
Sokkaprjónar nr. 3
Ef prjónað er með „magic loop“ tækni má sleppa sokkaprjónum og 40 cm hringprjóni.
Athugið að prjónastærð er til viðmiðunar.
ANNAÐ
Hjálparband eða nælur til að geyma á lykkjur Prjónamerki
PRJÓNFESTA
Í upphleyptu mynstri á prjóna nr. 3
10 cm = 25 L
10 cm = 38 umf
Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.
AÐFERÐ
Silkipeysan er prjónuð neðan frá og upp með upphleyptu mynstri sem myndast af sléttum og brugðnum lykkjum.
Kanturinn að neðan er prjónaður þversum og á sama tíma er fitjað upp fyrir bol langs annarri hlið kantsins.
Eftir að fitjað hefur verið upp jafnhliða kanti er bolur prjónaður í hring í mynstri og með tveimur sléttum lykkjum í hvorri hlið (hliðar-L). Við handveg eru lykkjur fyrir handvegi settar á hjálparband og bolur lá- tinn bíða á meðan ermar eru prjónaðar.
Fitjað er upp fyrir ermum á sama hátt og á bol. Ermar eru prjónaðar í hring með mynstri og tveimur sléttum lykkjum undir ermi. Útaukning- ar fyrir ermi eru sitt hvorum megin við sléttar lykkjur undir ermi. Við handveg eru lykkjur settar á hjálparband.
Ermar og bolur eru sameinuð á einn hringprjón. Berustykki er pr- jónað í hring með laskaúrtöku og hálsmálið er formað með styttum umferðum. Að lokum er prjónaður i-cord kantur þversum á hálsmál.
VALA PEYSA
- Peysan er prjónuð neðan frá og upp
- Laska úrtaka á berustykki
- Peysan er létt, mjúk og þægileg.
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.