VALA PEYSA – GARNPAKKI

16.500  ISK32.100  ISK

HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA

Við erum búin að taka til rétt magn af PURE silki fyrir VÖLU peysuna. Það eina sem þú þarft að gera er að velja stærð og lit og við sjáum um rest.

Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.

STÆRÐIR: (XS, S, M) (L, XL, 2XL) (3XL, 4XL, 5XL)

Yfirvídd:
(74, 82, 90)(98, 114, 122)(138, 146, 154) cm
Hálf yfirvídd: (37, 41, 45)(49, 57, 61)(69, 73, 77) cm
Lengd á bol að topp á öxl með kanti:
+/- (52,5, 54, 58)(61, 63,5, 61)(62, 62,5, 64) cm
Lengd á bol að handvegi með kanti:
+/- (31, 31, 33,5) (33,5, 36, 33,5)(33,5, 33,5, 35,5) cm
Ermalengd frá uppfit með kanti að handvegi:
+/- (39, 40, 40)(41,5, 43, 41,5)(40, 39, 37,5) cm
Handvegur, mælt lóðrétt efst á öxl og beint niður:
+/- (21,5, 23, 24,5)(27,5, 27,5, 27,5)(28,5, 29, 31) cm

GARN

einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: (250, 250, 250) (300, 350, 350) (400, 400, 450) g

VALA PEYSAN Á MYNDUNUM

Á myndunum er peysan prjónuð í lit 4002 Ljós grár
Saga er í peysu í stærð L

NÁNARI UPPLÝSINGAR

VALA PEYSA – PRJÓNAPAKKI

Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.

STÆRÐIR: (XS, S, M) (L, XL, 2XL) (3XL, 4XL, 5XL)

Uppgefin mál eftir þvott:
Yfirvídd:
(74, 82, 90)(98, 114, 122)(138, 146, 154) cm
Hálf yfirvídd: (37, 41, 45)(49, 57, 61)(69, 73, 77) cm
Lengd á bol að topp á öxl með kanti:
+/- (52,5, 54, 58)(61, 63,5, 61)(62, 62,5, 64) cm
Lengd á bol að handvegi með kanti:
+/- (31, 31, 33,5) (33,5, 36, 33,5)(33,5, 33,5, 35,5) cm
Ermalengd frá uppfit með kanti að handvegi:
+/- (39, 40, 40)(41,5, 43, 41,5)(40, 39, 37,5) cm
Handvegur, mælt lóðrétt efst á öxl og beint niður:
+/- (21,5, 23, 24,5)(27,5, 27,5, 27,5)(28,5, 29, 31) cm

GARN

einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: (250, 250, 250) (300, 350, 350) (400, 400, 450)

PEYSAN Á MYNDUNUM

Peysan á myndunum er prjónuð í lit 4002 Ljós grár.
Peysan sem Saga er í, er í stærð L

PRJÓNAR

Hringprjónar nr. 3, (40 og 80) cm
Sokkaprjónar nr. 3
Ef prjónað er með „magic loop“ tækni má sleppa sokkaprjónum og 40 cm hringprjóni.
Athugið að prjónastærð er til viðmiðunar.

ANNAÐ

Hjálparband eða nælur til að geyma á lykkjur Prjónamerki

PRJÓNFESTA

Í upphleyptu mynstri á prjóna nr. 3
10 cm = 25 L
10 cm = 38 umf
Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.

AÐFERÐ

Silkipeysan er prjónuð neðan frá og upp með upphleyptu mynstri sem myndast af sléttum og brugðnum lykkjum.
Kanturinn að neðan er prjónaður þversum og á sama tíma er fitjað upp fyrir bol langs annarri hlið kantsins.

Eftir að fitjað hefur verið upp jafnhliða kanti er bolur prjónaður í hring í mynstri og með tveimur sléttum lykkjum í hvorri hlið (hliðar-L). Við handveg eru lykkjur fyrir handvegi settar á hjálparband og bolur lá- tinn bíða á meðan ermar eru prjónaðar.

Fitjað er upp fyrir ermum á sama hátt og á bol. Ermar eru prjónaðar í hring með mynstri og tveimur sléttum lykkjum undir ermi. Útaukning- ar fyrir ermi eru sitt hvorum megin við sléttar lykkjur undir ermi. Við handveg eru lykkjur settar á hjálparband.

Ermar og bolur eru sameinuð á einn hringprjón. Berustykki er pr- jónað í hring með laskaúrtöku og hálsmálið er formað með styttum umferðum. Að lokum er prjónaður i-cord kantur þversum á hálsmál.

VALA PEYSA
  • Peysan er prjónuð neðan frá og upp
  • Laska úrtaka á berustykki
  • Peysan er létt, mjúk og þægileg.

ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…

  • VALA KJÓLL – GARNPAKKI

    13.200  ISK23.100  ISK

  • VALA TOPPUR

    900  ISK

  • VALA STUTTBUXUR

    900  ISK

Vantar þig hjálp?

Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com

Örugg viðskipti

einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu

Styðjið við sjálfbærni

Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.

Title

Go to Top