VALA STUTTBUXUR
900 ISK
HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
Kaupa uppskriftina á RAVELRY
Við erum búin að taka til rétt magn af PURE silki fyrir VÖLU stuttbuxurnar. Kaupa garnpakka HÉR
STÆRÐIR: (XS/S, M/L, XL/2XL)
Mitti, án þess að teygja strenginn: +/- 77 (85) 93 cm
Mjaðmir: + / – (96, 104, 112) cm
Hæð að framan, með streng, að síðustu útaukningu fyrir skref: +/- 25,5 (28) 30,5 cm
Innansaumur, með i-cord-affellingu: +/- 7 (8,5) 9,5 cm.
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: 100 (150) 150 g
VALA, STUTTBUXURNAR Á MYNDUNUM
Á myndunum eru stuttbuxurnar prjónaðar í lit 4202 Púður
NÁNARI UPPLÝSINGAR
VALA STUTTBUXUR
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
STÆRÐIR: (XS/S, M/L, XL/2XL)
Mitti, án þess að teygja strenginn:
+/- 77 (85) 93 cm
Mjaðmir:
+ / – (96, 104, 112) cm
Hæð að framan, með streng, að síðustu útaukningu fyrir skref:
+/- 25,5 (28) 30,5 cm
Innansaumur, með i-cord-affellingu: +/- 7 (8,5) 9,5 cm.
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: 100 (150) 150 g
STUTTBUXURNAR Á MYNDUNUM
Stuttbuxurnar á myndunum eru prjónaðar í stæð M/L í lit 4202 Púður
PRJÓNAR
Hringprjónar nr. 2,5 (60 cm) og nr. 3 (60 cm) Athugið að prjónastærð er til viðmiðunar
ANNAÐ
Hjálparband eða nælur til að geyma á lykkjur
Prjónamerki
3 cm breið teygja fyrir streng. U.þ.b. 3 cm lengri en mittismál
PRJÓNFESTA
Í upphleyptu mynstri á prjóna nr. 3
10 cm = 25 L
10 cm = 38 umf
Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.
AÐFERÐ
Stuttbuxurnar eru prjónaðar ofanfrá og niður í upphleyptu mynstri í sléttum og brugðnum lykkjum. Stuttbuxurnar eru prjónaðar í tveimur hlutum.
Fyrst er hægri hlið prjónuð, fram og tilbaka með styttum umferðum við strenginn og útaukningum á hliðum við mjaðmir og síðar við klof. Eftir útaukningar við klof er tengt saman í hring. Skálmin er prjónuð í hring að klauf á hlið. Klauf er formuð með því að prjóna fram og til- baka. Að lokum er fellt af með i-cord affellingu þversum á skálmina. Vinstri hlið og skálm er prjónuð á sama hátt en speglað. Stykkin eru saumuð saman. Að lokum eru lykkjur fyrir streng prjónaðar upp frá mitti. Strengurinn er prjónaður í hring, brotinn niður og saumaður fastur utan um teygju.
VALA STUTTBUXUR
- Stuttbuxurnar eru prjónaðar ofanfrá og niður
- Stuttbuxurnar eru prjónaðar í tveimur stykkjum
- Stykkin eru saumuð sama að lokum
ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.