VALA STUTTBUXUR – GARNPAKKI
6.600 ISK – 9.900 ISK
HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA
Við erum búin að taka til rétt magn af PURE silki fyrir VÖLU stuttbuxurnar. Það eina sem þú þarft að gera er að velja stærð og lit og við sjáum um rest.
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
Kaupa uppskriftina á RAVELRY
STÆRÐIR: (XS/S, M/L, XL/2XL)
Mitti, án þess að teygja strenginn: +/- 77 (85) 93 cm
Mjaðmir: + / – (96, 104, 112) cm
Hæð að framan, með streng, að síðustu útaukningu fyrir skref: +/- 25,5 (28) 30,5 cm
Innansaumur, með i-cord-affellingu: +/- 7 (8,5) 9,5 cm.
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð Garnnotkun: 100 (150) 150 g
VALA, STUTTBUXURNAR Á MYNDUNUM
Á myndunum eru stuttbuxurnar prjónaðar í lit 4202 Púður
NÁNARI UPPLÝSINGAR
VALA STUTTBUXUR – GARNPAKKI
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
STÆRÐIR: (XS/S, M/L, XL/2XL)
Mitti, án þess að teygja strenginn:
+/- 77 (85) 93 cm
Mjaðmir:
+ / – (96, 104, 112) cm
Hæð að framan, með streng, að síðustu útaukningu fyrir skref:
+/- 25,5 (28) 30,5 cm
Innansaumur, með i-cord-affellingu: +/- 7 (8,5) 9,5 cm.
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: 100 (150) 150 g
STUTTBUXURNAR Á MYNDUNUM
Stuttbuxurnar á myndunum eru prjónaðar í stæð M/L í lit 4202 Púður
PRJÓNAR
Hringprjónar nr. 2,5 (60 cm) og nr. 3 (60 cm) Athugið að prjónastærð er til viðmiðunar
ANNAÐ
Hjálparband eða nælur til að geyma á lykkjur
Prjónamerki
3 cm breið teygja fyrir streng. U.þ.b. 3 cm lengri en mittismál
PRJÓNFESTA
Í upphleyptu mynstri á prjóna nr. 3
10 cm = 25 L
10 cm = 38 umf
Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.
AÐFERÐ
Stuttbuxurnar eru prjónaðar ofanfrá og niður í upphleyptu mynstri í sléttum og brugðnum lykkjum. Stuttbuxurnar eru prjónaðar í tveimur hlutum.
Fyrst er hægri hlið prjónuð, fram og tilbaka með styttum umferðum við strenginn og útaukningum á hliðum við mjaðmir og síðar við klof. Eftir útaukningar við klof er tengt saman í hring. Skálmin er prjónuð í hring að klauf á hlið. Klauf er formuð með því að prjóna fram og til- baka. Að lokum er fellt af með i-cord affellingu þversum á skálmina. Vinstri hlið og skálm er prjónuð á sama hátt en speglað. Stykkin eru saumuð saman. Að lokum eru lykkjur fyrir streng prjónaðar upp frá mitti. Strengurinn er prjónaður í hring, brotinn niður og saumaður fastur utan um teygju.
VALA STUTTBUXUR
- Stuttbuxurnar eru prjónaðar ofanfrá og niður
- Stuttbuxurnar eru prjónaðar í tveimur stykkjum
- Stykkin eru saumuð sama að lokum
ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.