VALA TOPPUR
900 ISK
HÖNNUN: KRISTÍN BRYNJA
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
Kaupa uppskriftina á RAVELRY
Við erum búin að taka til rétt magn af PURE silki fyrir VÖLU toppinn.
Kaupa garnpakka HÉR
STÆRÐIR: (S, M, L)(XL, 2XL, 3XL)
Yfirvídd: (75, 83, 91)(99, 107, 115) cm
Hálf yfirvídd: (37,5, 41,5, 45,5)(49,5, 53,5, 57,5) cm
Hæð brjóststykkja frá 1. útaukningu að samskeytum að framan:
(11, 12, 12)(13,5, 13,5, 13,5) cm
Lengd frá handvegi: +/- (32, 33, 33)(33, 34, 34) cm
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð +gGarnnotkun: (100, 100, 150)(150, 200, 200) g
VALA TOPPUR Á MYNDUNUM
Á myndunum er toppurinn prjónaður í lit 4202 Púður
NÁNARI UPPLÝSINGAR
VALA TOPPUR
Nýja silkilínan okkar VALA er full af töfum og dulúð. Við nýttum okkur óviðjafnanlega eiginleika silkisins til að endurvarpa birtu sem á það fellur og skapa sjónræn áhrif. Við lékum okkur með mynstur með sléttum og brugðnum lykkjum sem kemur fallega fram þegar ljósið dansar um handprjónaðan flötinn.
STÆRÐIR: (S, M, L)(XL, 2XL, 3XL)
Yfirvídd: (75, 83, 91)(99, 107, 115) cm
Hálf yfirvídd: (37,5, 41,5, 45,5)(49,5, 53,5, 57,5) cm
Hæð brjóststykkja frá 1. útaukningu að samskeytum að framan: (11, 12, 12)(13,5, 13,5, 13,5) cm
Lengd frá handvegi: +/- (32, 33, 33)(33, 34, 34) cm
Mál eru eftir þvott.
GARN
einrúm PURE silki
Áætluð garnnotkun: (100, 100, 150)(150, 200, 200) g
TOPPURINN Á MYNDUNUM
Toppurinn á myndunum eru prjónaður í stæðr M í lit 4202 Púður
PRJÓNAR
Hringprjónn nr. 3 (60-80 cm)
2 sokkaprjónar eða stuttir hringprjónar nr. 3 fyrir i-cord Athugið að prjónastærð er til viðmiðunar.
ANNAÐ
Hjálparband eða nælur til að geyma á lykkjur Prjónamerki
PRJÓNFESTA
Í upphleyptu mynstri á prjóna nr. 3
10 cm = 25 L
10 cm = 38 umf
Prjónfestan er mæld eftir þvott. Athugið að silkið stækkar um u.þ.b. 10% bæði á lengd og breidd við þvott. Prjónlesið virðist því minna þegar það er á prjónunum en það raunverulega er.
AÐFERÐ
Toppurinn er prjónaður ofanfrá og niður með upphleyptu mynstri í sléttum og brugðnum lykkjum. Byrjað er að prjóna vinstra band og brjóststykki, síðan er hægra band og brjóststykki prjónað. Brjóst- stykkin eru sameinuð á framanverðri miðju og eftir að aukið er út í hliðum er fitjað upp fyrir bakstykki. Bolur er prjónaður í hring með útaukningum meðfram 2 sléttum lykkjum á hvorri hlið.
VALA TOPPUR
- Toppurinn eru prjónaður ofanfrá og niður
- Hægt er að binda böndin um hálsinn eða festa þau við bakið
- Uppskriftin er í sex stærðum
ÞÉR GÆTI EINNIG LÍKAÐ VIÐ…
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.