Ekki efni í neina bakpokapeysu

2016-11-23T13:58:44+00:00maí 26th, 2015|

Kristín Gunnarsdóttir setti íslenska ull á nýtt plan og blandaði við taílenskt silki.

„Vinkona mín er með gullsmíðaverkstæðið sitt í Taílandi, en þar er mikil silkiframleiðsla. Hún spurði mig einn daginn hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað úr öllu þessu silki og þannig kviknaði þessi hugmynd,“ segir Kristín Gunnarsdóttir arkitekt, sem þróaði garnið Einrúm. „Þetta er blanda af íslenskri ull og taílensku silki og kemur í tveimur stærðum. Fínna bandið er sambærilegt einbandi og það grófara minnir á íslenska lopann.“ Kristín segist lengi hafa viljað taka íslenska lopann út fyrir rammann og viljað finna leið til þess að mýkja hann. „Einrúm er meira stílað inn á praktískan fatnað og þetta er meira fágað en lopinn sem við þekkjum. Ég myndi ekki segja að það væri útilegubragur á þessu.“ Garnið er gert í Ístex en Kristín sér um alla vöruþróun og er framleiðandi. Með garninu fylgja uppskriftir sem styðja við bandið. „Ég vildi gera íslensku ullina fágaðri og hef stílað uppskriftirnar inn á það. Einn viðskiptavinur minn sem prjónaði sér peysu úr garninu sagði að þetta væri sko engin bakpokapeysa,“ segir Kristín og hlær. – asi

Í boði náttúrunnar

2016-11-23T13:10:30+00:00febrúar 10th, 2015|

Einrúm ullarpeysan á rætur að rekja til hinnar hefðbundnu íslensku lopapeysu sem prjónuð er úr íslenskri ull, hinni kærkomnu ull sem hefur haldið hita á landsmönnum í aldaraðir. Ullarpeysan fellur að líkamanum og lagar sig að formum hans. Með tímanum víkkar peysan en fær aftur sitt upprunalega og aðsniðna form þegar hún er þvegin.

Prjónfesta í uppskrift er til viðmiðunar fyrir meðalstærð. Stærð peysunnar má breyta með fínni eða grófari prjónum. Peysan er með háum kraga og er ermalöng til að draga ermarnar fram fyrir hendurnar, nánast eins og vettlinga, og bretta svo upp ermarnar þegar það hentar. Auðvelt er að stytta eða síkka ermar, kraga og bol eftir smekk, ef því er að skipta.

Prjónar úr íslenskri ull og taílensku silki

2016-11-23T13:39:48+00:00ágúst 2nd, 2014|

Einrúm er nýtt íslenskt band unnið úr ull og taílensku silki.

Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt á heiðurinn af bandinu sem er mun mýkra og léttara en ullin ein og sér.

Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að mýkja ull. Þetta hefur lengi verið í hug- skotinu enda hef ég alltaf verið að prjóna. Ullin hefur mikið einangrunargildi en hinsvegar stingur hún.

Mig langaði til þess að gera hana léttari og mýkri,“ segir Kristín Brynja Gunn- arsdóttir arkitekt, en hún hefur þróað nýtt íslenskt band, Einrum, úr íslenskri ull og taílensku silki. Kristín, sem hefur verið prjónandi frá barnæsku, fór að hefja til- raunir með ullina fyrir tveimur og hálfu ári þegar vinkona hennar, sem starfar sem gullsmiður í Danmörku en er með verk- stæði í Taílandi kom með silki, lagði á borðið og sagði: „Kristín, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað við þetta.“

Kristín hóf þá að prjóna saman þræðina, einn og einn silkiþráð við ullarþræðina. „Ég var búin að gera dágóða stúdíu í því þegar ég valdi úr hvaða blöndu mér þótti skemmtilegast að vinna með. Til að byrja með er silkiþráðurinn brúnleitur, nánast koparlitaður, og það er svolítið skemmtilegt að sjá hversu mikil áhrif litur á þessum mjóa silkiþræði hefur þegar hann blandast saman við ullina.“

Kristín valdi að notast eingöngu við grunnliti til þess að byrja með, gráan, svartan og hvítan. „Seinna meir hef ég hugsað mér að bæta rólega fleiri litum við. Þá koma vel valdir, fallegir litatónar þegar fram í sækir.“ Þá verða einnig fáanlegar uppskriftir sem styðja við garnið. „Fólk getur náttúrlega að sjálfsögðu prjónað eitt- hvað sem það skapar sjálft en svo verða líka uppskriftir sem eru sérstaklega gerðar fyrir þetta garn. Það verður spennandi að sjá hver viðbrögðin verða, mér finnst band- ið allavega rosalega fallegt, gaman að prjóna úr því og gott að vera í fötum úr því.“

Kristín, sem er búsett í Danmörku, segir Ísland aldrei vera langt undan varðandi innblástur. „Alveg sama hvar maður er eða hvað maður hugsar. Það er óhjákvæmilegt. Þetta er íslensk afurð þó að hún sé blönd- uð taílensku silki.“

Kristín segir hugmyndavinnu og tilraunir við þróun bandsins hafa tekið sinn tíma. „Við erum búin að prufukeyra þrjár prufur í vélunum hjá Ístex,“ segir Kristín og bætir við að Ístex hafi aðstoðað við þróunina og tekið vel í þessa nýsköpun og staðið vel að sínu verki. Einrum verður fáanlegt í versl- uninni Ömmu Mús 6. ágúst.

 

Sigurborg Slema Karlsdóttir sigurborg@mbl.is

mbl_2014-08-02-grein