Ánægjan við að prjóna

Eftirvæntingin við að velja sér verkefni og efnivið, glíman við þrautina þegar prjónauppskrift á prenti er yfirfærð í fast form þráðarins, hugarró þegar mörg hundruð lykkjur taktfast forma flíkina, uppskeran þegar verkefninu er lokið og stoltið þegar flíkin er tekin í notkun eða gefin þeim sem manni er kær.

Þetta er grunnurinn að einrúm hönnun og bandi. Þetta er farvegurinn sem ég kynntist í uppeldi mínu og lærði að meta. Ég er lánsöm að fá tækifæri til að deila þeirri ánægju, gleði og hugarró, sem ég hef notið, yfir til ykkar sem hafa sömu ánægju af að prjóna og ég hef.