BP 03 RENDUR JAKKAPEYSA
950 ISK
HÖNNUÐUR: BJÖRG PJETURSDÓTTIR
#einrumRENDUR
Það var árið 2007 sem Björg Pjetursdóttir hannaði uppskriftir af barnafötum með það fyrir augum að nýta band afganga. Ég varð hugfangin af þessum handgerðu, litríku flíkum. Árið 2016 varð að veruleika sá draumur minn að gefa út uppskriftir Bjargar fyrir einrúm band. Við unnum að því að útfæra uppskriftirnar fyrir bandið og gefa prjónurum vísbendingu um það hvernig hægt er að nota band afganga sína. Við gáfum út bókina RENDUR í mars 2017. Í bókinni eru átta uppskriftir fyrir börn á aldrinum eins til tólf ára. Bókina er hægt að fá á ensku, dönsku og íslensku HÉR.
AÐFERÐ
Peysan er prjónuð fram og tilbaka ofan frá og niður ásamt jaðarlistum sem eru prjónaðir jafnhliða bol. Útaukning er jöfn yfir axlastykkið og sléttar og brugðnar lykkjur verða mynstur þegar aukið er út sitt hvorum megin við sléttar lykkjur. Í hálsmáli, fremst á ermum og neðst á bol er prjónað stroff. Útaukning er jöfn yfir axlastykkið, bolur er prjónaður slétt á réttu og brugðið á röngu, ermar eru prjónaðar slétt í hring. Athugið að fitja laust upp til að hálsmál verði ekki of þröngt.
BAND
Uppskriftin er hönnuð fyrir allar tegundir af einrúm E bandi. Skoðaðu úrvalið af E bandi HÉR. Það er tilvalið að nota einrúm band afganga í þessa RENDUR peysu.
Kaupa þessa uppskrift á RAVELRY
VELDU TUNGUMÁL TIL AÐ KAUPA UPPSKRIFTINA HÉR.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
BP 03 RENDUR JAKKAPEYSAEin af átta uppskriftunum fyrir barnaföt sem einrúm gaf út í bókinni RENDUR vorið 2017 er BP 03 RENDUR JAKKAPEYSA. Bókin RENDUR er fáanleg á þremur tungumálum ensku, dönsku og íslensku. HÉR getur þú keypt bókina. AÐFERÐPeysan er prjónuð fram og tilbaka ofan frá og niður ásamt jaðarlistum sem eru prjónaðir jafnhliða bol. Útaukning er jöfn yfir axlastykkið og sléttar og brugðnar lykkjur verða mynstur þegar aukið er út sitt hvorum megin við sléttar lykkjur. Í hálsmáli, fremst á ermum og neðst á bol er prjónað stroff. Útaukning er jöfn yfir axlastykkið, bolur er prjónaður slétt á réttu og brugðið á röngu, ermar eru prjónaðar slétt í hring. Athugið að fitja laust upp til að hálsmál verði ekki of þröngt. STÆRÐIR: 1 (3) 6 (9) 12 áraHálf yfirvídd: 25 (30) 35 (41) 45 cm BANDAllar einrúm E-tegundir |
Einlit jakkapeysa: Stærðir: 1 (3) 6 (9) 12 ára 100 (150) 150 (200) 250 gJakkapeysa í Þremur litum: Stærðir: 1 (3) 6 (9) 12 ára Litur 1: 50 (50) 50 (100) 100 g Litur 2: 50 (50) 50 (50) 100 g Litur 3: 50 (50) 50 (50) 50 gÞað er tilvalið að prjónaRENDUR jakapeysuna úr einrúm afgöngum. Vigtaðu hina ýmsu garnafganga fyrir þá stærð sem þú ætlar að prjóna á eldhúsvigtinni þinni. Settu bandið í verkefnapoka til að aðskilja það frá öðru bandi og njóttu sköpunargleðinnar. PRJÓNARHringprjónar nr. 3 og 3,5 PRJÓNFESTA, SLÉTT PRJÓN Á PRJÓN10 cm = 21 L |
Vantar þig hjálp?
Eða hefur þú einhverjar spurningar? Sendu okkur línu á support@einrum.com
Örugg viðskipti
einrúm tryggir viðskiptavinum sínum örugg viðskipti á netinu
Styðjið við sjálfbærni
Þegar þú verslar á þessari vefsíðu stuðlar þú að sjálfbærri framleiðslu á fatnaði.